arrow icon

Næsta skref

Vefhönnun og myndskreyting

Næsta skref var áður WordPress-heimasíða með upplýsingum um nám og störf en var endurgerð frá grunni 2024, með nýjan tilgang og í nýrri mynd. Næsta skref er verkefni styrkt af þremur ráðuneytum og fellur undir hatt Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Vefurinn er aðallega miðaður að ungmennum á leið í framhaldsnám, en er þó ekki takmarkaður við þann markhóp. Þar má finna upplýsingar um starfsmöguleika á Íslandi og allt nám sem nýtist til að byggja upp starfsferil, ásamt skemmtilegum tólum til að finna nám eða starf við hæfi.

Vegvísir Næsta skrefs var þróaður sem leikræn aðferð til að finna starf eða nám út frá áhuga og styrkleikum. Áður var notast við „viðurkennda“ staðla og spurningalista með yfir 100 spurningum til að fá „nákvæma“ niðurstöðu. Reynslan sýnir hins vegar að fæstir hafa tíma eða áhuga á að svara svo ítarlegum listum. Því var ákveðið að gera ferlið einfaldara og áhugaverðara til að nálgast niðurstöður. Þetta var afar vel tekið og er nú mikið notað í grunnskólum og af námsráðgjöfum.

Vefurinn var smíðaður þannig að allar upplýsingar í gagnagrunninum væru opnar og hægt væri að sækja þær með API-tengingum. SQL-gagnagrunnurinn er hýstur í gegnum Microsoft Azure. Bakendakerfið er smíðað ofan á refine.dev, og framendinn er byggður með Next.js og TypeScript.