Merki, efnissköpun og vefhönnun
„Franska er málið“ er átak sem franska sendiráðið á Íslandi, Alliance Française og Félag frönskukennara á Íslandi standa að. Markmið þess er að hvetja íslensk ungmenni til að velja frönsku sem þriðja tungumál til stúdentsprófs.
Er franska málið fyrir þig? Myndbandið sýnir að franska er nær okkur en við höldum. Franska er þegar hluti af lífi okkar. Dæmi um slík orð eru hvarvetna í daglegu tali: baguette, croissant, mayonnaise og déjà-vu. Leikarar: Emilía Þórunn Egilsdóttir, Alexandre LaBruffe, Snjóla, og Héloïse Wary.
Á vefsíðunni franskaermalid.is er að finna áhugaverðar staðreyndir og upplýsingar um hvar hægt er að læra frönsku.