Finndu muninn

Hönnun | Ljósmyndun | Myndband

Hreyfing er lífsstíll og samfélag. Upplifun og vellíðan. Þú mætir á staðinn og hleypur, hoppar og tekur á því í ræktinni. Finnur hjartað slá hraðar. Á eftir getur þú slakað á í spa-inu eða heita pottinum og endað heimsóknina með heilsusamlegri næringu á kaffihúsinu. Persónuleg þjónusta og afslappað andrúmsloft næra líkama og sál.

Heilsuræktarstöðin Hreyfing skartar stórglæsilegri aðstöðu og verkefnið okkar var að útbúa myndband fyrir samfélagsmiðla sem endurspeglar gæði og fjölbreytni stöðvarinnar. Hver og einn verður síðan að mæta á staðinn og einfaldlega finna muninn!

Viðskiptavinur: HREYFING