Meira en matur

Myndband | Vefur 

Happ sérhæfir sig í næringarríkri og fallegri matargerð, þar sem unnið er með bestu fáanlegu hráefni og allur matur eldaður frá grunni af einlægri ástríðu með það að leiðarljósi að efla heilbrigði viðskiptavina. Happ trúir því að með því að neyta matar sem er óunnin og hollur getur hver og einn bætt heilsu sína og komið í veg fyrir eða læknað ýmsa sjúkdóma. Apótek framtíðarinnar verður að finna í ísskápnum heima eða á Happ.

Við fengum það spennandi hlutverk vinna að nýrri heimasíðu og sjónvarpsauglýsingu fyrir Happ, þar sem sést að heilbrigði og vellíðan fer hönd í hönd með hollu matarræði. Í samstarfi við Tjarnargötuna varð útkoman stórkostlegt sjónarspil hráefna sem verða að litríku listaverki í höndum yfirkokks Happs.

Viðskiptavinur: HAPP