Grillsnilld

Ljósmyndun | Merki | Vefur

Það er einhver lykt í loftinu, lykt sem allir Íslendingar þekkja. Við bíðum eftir henni átta mánuði ársins. Hún virðist spretta upp í hvert skipti sem smá sólarglæta nær að brjótast í gegnum skýin. Við lærum það frá unga aldri að gott veður þýðir grillveður, en gott veður getur verið vítt hugtak. Það glymur í grillum sem eru loksins dregin út úr bílskúrunum. Það gleymdist að kaupa gas og fitan síðan í fyrra situr föst. En það stoppar okkur ekkert, því grill er alltaf snilld!

Viðskiptavinur: KRÓNAN