Heimavörn Securitas

Auglýsingar | Hönnun | Vefborðar

Ótti og öryggi eru andstæðar tilfinningar. Þegar við óttumst eitthvað þráum við ekkert heitar en að finna fyrir öryggi. Við vildum vinna með þessa andstæðu póla við framleiðslu á þessum sjónvarpsauglýsingum fyrir Securitas. Í örfáar sekúndur skynjar áhorfandinn að hætta sé að skapast, eldsvoði, vatnsleki og innbrot, allt raunverulegar hættur sem enginn vill leiða hugann að í fríinu. En áður en óttinn festir rætur færumst við fjær og í ljós kemur ljúft augnablik langt frá streitu og áhyggjum og í stað ótta fyllist þú öryggistilfinningu. Örygginu sem fylgir því að hafa heimavörn Securitas vakandi yfir heimilinu þínu á meðan þú nýtur líðandi stundar í fríinu áhyggjulaus.

Viðskiptavinur: SECURITAS