Select Page

Eitthvað illt á leiðinni er

TURNINN ÚTGÁFA

“Hugarheimur barna er ekki fyrir neinar heybrækur en ég get lofað þeim sem þora að gægjast þar inn að þeirra bíða mikil undur.”
– Gerður Kristný

Í draugasögubókinni „Eitthvað illt á leiðinni er“ bjóða 19 rithöfundar á aldrinum 8- 9 ára ykkur að gægjast inn í hugarheim sinn. Í honum má finna allskyns hrollvekjur, hver annari hryllilegri og stórkostlegri. Hrollvekjur eru leikvöllur þar sem hægt er að leika sér við skrýmsli, drauga og sína innri ótta án þess að fyllast öryggisleysis, því maður óttast ekki það sem skapað hefur maður sjálfur.

Hönnuður okkar sóttu innblástur í sögur barnanna og á kápum bókarinnar má sjá hryllinginn lifna við og útkoman er þessi fallega og skemmtilega bók sem heillar bæði börn og fullorðna.

social-mailtosocial-facebooksocial-instagram

Konsept | Rauðarárstígur 10 | 105 Reykjavík Sími: 5194700